Ha ...... Vinna allir nema Framsókn

Ég geri mér grein fyrir því að framsóknarmenn töpuðu stórkostlegu fylgi á síðasta kjörtímabili eins og fram hefur komið í nýliðnum kosningum en það voru samt bara 5 menn, Sjálfstæðisflokkur fékk 1 og VG 4 en hvernig getur það þá verið sigur fyrir hina flokkanna? síðan hvenær fór það að vera sigur að halda sínu en bæta ekki við sig neinu? Ég spyr bara eins og fávís kona. Í fótbolta þarf lið að skora fleiri mörk en andstæðingurinn til að ná fram stigi ekki halda jöfnu.

 Mér finnst þetta mjög svo undarlegt.

En það er fleira sem að mér finnst undarlegt í þessum kosningum t.d. að ríkisstjórn geti verið með minni hluta atkvæða og samt haldið velli sem er eitthvað sem ótrúlega óeðlilegt og svo er það þessi 5% regla sem er fáránleg. Það þarf að stokka ærlega upp í þessu kerfi til að það verði sanngjarnt. Eins og er lítur útfyrir að ríkisstjórnarflokkarnir séu með 3-4 í forgjöf á stjórnarandstöðuna. Ekki það miðað við hvernig Framsóknarflokkurinn spilaði sinn síðasta hring á kjörtímabilinu þá virðist þeim ekki veita af því.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband