Færsluflokkur: Bloggar
15.5.2007 | 10:28
Ha ...... Vinna allir nema Framsókn
Ég geri mér grein fyrir því að framsóknarmenn töpuðu stórkostlegu fylgi á síðasta kjörtímabili eins og fram hefur komið í nýliðnum kosningum en það voru samt bara 5 menn, Sjálfstæðisflokkur fékk 1 og VG 4 en hvernig getur það þá verið sigur fyrir hina flokkanna? síðan hvenær fór það að vera sigur að halda sínu en bæta ekki við sig neinu? Ég spyr bara eins og fávís kona. Í fótbolta þarf lið að skora fleiri mörk en andstæðingurinn til að ná fram stigi ekki halda jöfnu.
Mér finnst þetta mjög svo undarlegt.
En það er fleira sem að mér finnst undarlegt í þessum kosningum t.d. að ríkisstjórn geti verið með minni hluta atkvæða og samt haldið velli sem er eitthvað sem ótrúlega óeðlilegt og svo er það þessi 5% regla sem er fáránleg. Það þarf að stokka ærlega upp í þessu kerfi til að það verði sanngjarnt. Eins og er lítur útfyrir að ríkisstjórnarflokkarnir séu með 3-4 í forgjöf á stjórnarandstöðuna. Ekki það miðað við hvernig Framsóknarflokkurinn spilaði sinn síðasta hring á kjörtímabilinu þá virðist þeim ekki veita af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 11:34
Óþolandi svör
Jónína Bjartmars....... Það er ekki óeðlilegt að þjóðin fái að vita um svona lagað og kjósendur eiga rétt á að fá að vita hvernig á þessu stendur að stúlka með lögheimili heima hjá þér fái ríkisborgararétt án þess að uppfylla til þess skilyrði. Mér er sama hvort það séu dilgjur eða ekki ég krefst svara Þú ert ráðherra ríkisstjórnar Íslands og í öðrum löndum s.s. hjá frændum vorum Svíum myndu ráðherrar annað hvort koma fram með fullnægjand skíringar eða hreinlega segja af sér.
Spilling Framsóknarflokksins hefur nú farið fram úr öllu hófi og fyrir mitt leiti er þetta og það að stjórnarformaður Landsvirkjunar sé settur af án hans vitundar, þar sem Jón Sigurðsson svarar með hroka og framsóknar frekju kornin sem fylla endanlega mælinn.
Þetta er stjórnmálamönnum og ráðherrum sérstaklega ólíðandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 09:34
Ég bara spyr????
Ég fór um dagin í Snæland video í mosó sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema að því leiti að það afgreiddi mig strákur sem hefur ekki verið nema 12 ára í besta falli. Hann spurði mig mannalega hvort hann gæti aðstoðað mig, ég varð þó að hugsa mig um og með trega sagði ég ''jjjááá fá hjá þér einn pakka af Camel blue''. Mér leið eins og dílerinn minn væri 12 ára skólastrákur mikið rosalega fannst mér þetta vera rangt. Eru ekki einhver lög þess efnis að börn undir 18 ára mega ekki afgreiða tóbak??? Þannig er þetta allavega í vín bransanum hvort það sé 20 eða 18 ára er ég reyndar ekki viss en maður var svona fremar vandræðalegur í versluninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2007 | 10:28
Bakþankar Þráins...
Ég var að lesa bakþanka Þráins ''vinar míns'' Bertelssonar aftan á Fréttablaðinu í dag. Þar dregur hann upp samlíkingu stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar og ný-þurkaðra alkahólista. og merkilegt nokk þá er ótrúlega mikið til í því sem hann var að tala um. Það er allavega þannig að ef að pólí-tíkurnar myndu vinna sína vinnu með hliðsjón af 12 reynslusporum þá væri samfélagið betra.
Því ætla ég að skora á allar pólí-tíkur að lesa bakþanka dagsins í dag og kanna hvort viðkomandi sjái ekki hag sínum borgið með því að hafa hliðsjón af 12 reynslusporum.
Bakþankana er hægt að finna hér og 12 reynsluspor hér.
Með kveðju Blog-andinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 23:16
Gott fyrir fótboltann....
Þetta bíður upp á rosalega skemmtilega baráttu, og trúið mér það er rétt hjá Ferguson að Chelsea mun saxa á forskotið á morgun og því eru skemmtilegar vikur framundan.
Mín spá er að í þessari stöðu mun Chelsea vinna deildina.
Ferguson: Hleyptum Chelsea inní baráttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 11:53
hefur blog-andinn yfirgefið mig???
Ég er alltaf að vafra um á mbl og þess háttar síðum til að fylgjast með og svei mér þá ef blog-andinn hefur ekki bara yfirgefið mig......
Ég er bara rosalítið fyrir að velta frægafólkinu fyrir mér, stjórnmálaflokkarnir veita mér enga gleði þessa dagana, ekkert um að vera í boltanum fyrr en á þriðjudag í fyrstalagi, ja nema svo ólíklega vilji til að Manstefti júnæted tapi eða geri jafntefli í dagá móti Boró en það verður að teljast ólíklegt miðað við flugið sem hefur verið á þeim og fyrir utan þessi umræðu efni eru bara hörmunarfréttir í gangi.
Reyndar er þetta ansi athyglivert með heitavatnið sem fór á fullt niður laugarveginn, brunann og partýið sem lögreglan varð að skipta sér af allt á sama sólarhringnum.
Þvílíkur lukku sólarhringur í annars glataðri GÚRKU tíð fréttanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 11:50
Áhugaverð pæling
Ég var að lesa bloggið hjá vini mínum honum Baldvin og þar er hann m.a. að tala um það að ál er notað í vopnaframleiðslu í miklu mæli.
Þetta er athygli vert fyrir okkur Íslendinga í ljósi þess að loksins þegar við Íslendingar erum orðnir lausir við herinn og getum ''stolt'' sagt að við séum þjóð friðar, þá kemur í ljós að við erum að fara í það að vera ein fremsta álframleiðsluþjóð evrópu og þar með gríðarlega virkir þáttakendur í ekki bara stríði BNA í Írak heldur ''ÖLLUM STRÆIÐSREKSTRI VERALDARINNAR'' ég er ekki viss um að ég vilji það fyrir mig og mína þjóð.
Þið getið lesið Bloggið hans Badda hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 11:44
Það væri það....
....Ég er freka heitur Chelsea maður og trúi því að Abramovich sé vel gefin maður en ekki fáviti og það væri hreinn fávita skapur hjá rússanum ''og hvaða eiganda sem er'' að reka stjóra undir lok leiktíðar frá liði sem er enn að berjast hetjulega fyrir öllum þeim dollum sem í boði eru. Þar fyrir utan er Mourinho ein af kannski 3 bestu þjálfurum í heimi þá svo að ég sé sammála fréttinni að því leiti að hann leggur ekki upp með skemmtilegasta boltann þá er hann áhrifaríkur og skilar árangri.
Ef að líkum lætur mun Chelsea og Man-u. spila 3 úrslitaleiki á tvemur vikum í lok leiktíðarinnar. Og það verður að viðurkennast að það verða verulega spennandi 2 vikur þar sem Chelsea eiga all þokkalega möguleika á því að vinna eitthvað.
Ef Abramovich vill skemmtilegrri fótbolta þá hlítur hann að breyta til í að leiktíðlokinni en ekki stuttu fyrir lokasprettinn.
Ég tel þetta algjörlega af og frá og ef að af verður þá lýsi ég því yfir að mínu ástkæra félagi er stjórnað af fávitum.
Rekur Abramovich Mourinho áður en leiktíðinni lýkur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2007 | 00:33
SKAMM SKAMM....
....Ég vill byrja á að óska bloggvini mínum Sigmari til hamingju með frábært viðtal við Kristinn Björnsson fyrrv. forstjóra Skelljungs í Kastljósinu nú fyrr kvöld en því miður þá fannst mér K.B. komast frá viðtalinu án þess að svara nokkurri einustu spurningu þrátt fyrir talsverða pressu Sigmars.
Það sem mér finnst sorglega ömurlegt í þessu máli er að það er enginn sem tekur nokkra ábyrgð. Því ég óska eftir því að lagarammanum verði breytt þannig að menn sem taka ÁBYRGÐARSTÖÐU innan stórfyrirtækja á Íslandi verði raunverulega gerðir ábyrgir því að fyrir það fá þessir menn borgað.
K.B. kemur fram í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins og ælir því yfir landann það þurfi í versta falli að ræða það hvort það geti verið að við hefðum átt að haga okkur með öðrum hætti.
Þetta eru mín skilaboð til Kristins Björnssonar og hans félaga hjá hinum olíu félögunum.
SKAMMIST YKKAR ! ! !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 22:34
Kynjakvóti hhhmmm.....
....Fyrir mitt leyti set ég STÓRT spurningamerki við þessháttar og tel að við ættum að leita einfaldari skýringa og lausna.
Ég held að þetta hafi með ástand sálarteturs kvenna að gera, þ.e.a.s. að ég held að þær hafi ekki sjálfstraust til að sækjast eftir stjóra jobbunum eða efstu sætunum á framboðslistum.
Málið er þetta : Konur sækjast síður eftir stjóra jobbunum og efstusætunum og þessvegna sína fjölmiðlar þeim minni áhuga heldur en körlum þegar kemur að álitsgjöf á stórum málum og þess vegna sækjast konur síður eftir umræddum stöðum.
Ef að settur er á kynjakvóti þá gerast sömu hlutir og hafa verið að gerast í Svíþjóð þ.e.a.s. fjöldi kvenna eru ráðnar í stjórnir fyrirtækja eingöngu til að fylla kynjakvóta en ekki á verðleikum einstaklingsins þessar konur sinna engum störfum, hafa engar skyldur, og engan tilgang innan slíkra fyrirtækja annann en nákvæmlega þann að fylla kvótnn.
Ég hef algjöra andúð á þessum tillögum Vinstri Grænna og því í ljósi reynslu frænda okkar í Svíþjóð þá legg ég það til að konur sækist eftir þessum stöðum í meira mæli en áður svo að við þurfum ekki að taka upp þessar andstyggilegu tillögur VG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)