hvað á maður eiginlega að gera???

Sjálfur er ég frekar ósáttur við að stjórnarandstaðan skuli segja eitt og gera annað í auðlindarmálinu, það aftur á móti breytir engu um það að þetta ákvæði er auðvitað vita gagnslaust og gerir það frekar ógagn en gagn að mínu mati.

Mér finnst Framsóknarflokkurinn vera flokkur sem hefur ekkert sjálf nema það sé Sjálf-stæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem ég set í samhengi við ''Einræði'' Davíðs Oddssonar. Þó svo að hann sé jú horfinn af sjónarsviði pólitíkurinnar þá er hann höfundur hennar að því er virðist.

En aftur vil ég taka það fram að eg er hund óánægður með það að stjórnarandstaðan skuli segjast ætla að liðka fyrir ákvæðinu en gera svo allt vitlaust þegar stjórnarflokkarnir ná saman, þetta kalla ég tvískinung og óska eftir meiri heilindum af hálfu stjórnarandstæðinga þ.e.a.s. ekki segjast ætla að greiða fyrir einu né neinu nema þú ætlir að standa við það, því að svona lagað bendir til þess að umræddum aðilum sé ekki treystandi og það hlýtur að vera aðalmálið hjá stjórnarandstöðu flokkunum að öðlast traust óákveðina kjósenda.

Ég er enn óákveðinn um hvað ég ætla að kjósa og það er mér ''miðað við stöðuna í dag'' gert lífsins ómögulegt að ákveða mig því ég á þeirrar skoðunar að það sé komin tími a breytingar í stjórnarráðinu.

Miðað við frammistöðu allra aðila í þessu máli finnst mér engin flokkur traustsins verður til að fá mitt atkvæið.

Ég óska eftir kommentum á þessar vangaveltur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Skilaðu auðu. Alvöru lýðveldissinnar kjósa með veskinu.

Rúnar Óli Bjarnason, 12.3.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Gapastokka á Austurvöll?

Nei nei. Sko. Varðandi þetta stjórnarskrármál þá er það náttúrulega fáránlegt frá A-Ö. Þáttur stjórnarandstöðunnar er samt sem áður vel "uppspilaður" af Geir Hilmari. Frumvarpinu var breytt frá því að stjórnarandstaðan bauð upp í dans og þar til að það var lagt fram. Þetta er grundvallar atriði.

Það er ekki sjálfgefið að stuðningur við mál yfirfærist og haldist ef málinu er breytt - og í þessu tilfelli var breytingin frekar mikil, lögfræðilega séð. Það er því ekkert óeðlilegt við að stjórnarandstaðan sé ekki lengur "memm", þegar málið hefur tekið á sig aðra mynd og tilgangur þess er orðinn annar.

Annars er það hættulegasta af öllu, við þetta mál, að nú m.a.s. taka sumir stjórnarliðar fram að málið sé bara til þess að koma "pólitískri viljayfirlýsingu" inn í stjórnarskrána. Þetta er auðvitað fásinna. Stjórnarskráin á ekki að innihalda pólitískar skoðanir manna sem eru bundnar við eitthvað andrúm og einhvern tíma. Hún er lögformlegt plagg - hornsteinn réttarríkisins - og hún þarf að vera skýr, skorinort og vel ígrunduð. Frekar væri að fjarlægja úr henni og einfalda, ef eitthvað ætti að gera. Ekki bæta í hana innihaldslausum skít sem engu skiptir. Sveiattan!

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 15.3.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband