SKAMM SKAMM....

....Ég vill byrja á að óska bloggvini mínum Sigmari til hamingju með frábært viðtal við Kristinn Björnsson fyrrv. forstjóra Skelljungs í Kastljósinu nú fyrr kvöld en því miður þá fannst mér K.B. komast frá viðtalinu án þess að svara nokkurri einustu spurningu þrátt fyrir talsverða pressu Sigmars.

Það sem mér finnst sorglega ömurlegt í þessu máli er að það er enginn sem tekur nokkra ábyrgð. Því ég óska eftir því að lagarammanum verði breytt þannig að menn sem taka ÁBYRGÐARSTÖÐU innan stórfyrirtækja á Íslandi verði raunverulega gerðir ábyrgir því að fyrir það fá þessir menn borgað.

K.B. kemur fram í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins og ælir því yfir landann það þurfi í versta falli að ræða það hvort það geti verið að við hefðum átt að haga okkur með öðrum hætti.

Þetta eru mín skilaboð til Kristins Björnssonar og hans félaga hjá hinum olíu félögunum.

SKAMMIST YKKAR ! ! !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband