21.4.2007 | 11:53
hefur blog-andinn yfirgefið mig???
Ég er alltaf að vafra um á mbl og þess háttar síðum til að fylgjast með og svei mér þá ef blog-andinn hefur ekki bara yfirgefið mig......
Ég er bara rosalítið fyrir að velta frægafólkinu fyrir mér, stjórnmálaflokkarnir veita mér enga gleði þessa dagana, ekkert um að vera í boltanum fyrr en á þriðjudag í fyrstalagi, ja nema svo ólíklega vilji til að Manstefti júnæted tapi eða geri jafntefli í dagá móti Boró en það verður að teljast ólíklegt miðað við flugið sem hefur verið á þeim og fyrir utan þessi umræðu efni eru bara hörmunarfréttir í gangi.
Reyndar er þetta ansi athyglivert með heitavatnið sem fór á fullt niður laugarveginn, brunann og partýið sem lögreglan varð að skipta sér af allt á sama sólarhringnum.
Þvílíkur lukku sólarhringur í annars glataðri GÚRKU tíð fréttanna.
Athugasemdir
Hjúkk, hélt þú værir dauður
Baldvin Jónsson, 21.4.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.